Um mig

Ég heiti Adam Bauer og er 29 ára gamall Reykvíkingur sem hefur brennandi áhuga á heilsu, efnafræði, mat, og líkamsrækt. Ég er með BS gráðu í lífefna- og sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í réttarvísindum með áherslu á eiturefnafræði frá University of California, Davis. Ég hef starfað sem réttarefnafræðingur hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands síðan 2017. Einnig hef ég stundað dæmatíma- og verklega kennslu í efnafræði á háskólastigi ásamt einkakennslu.

Mér finnst gaman að kynna mér vörur, efni og greinar og lesa mig til um mögulega hættu, rangtúlkun og mögulegan hræðsluáróður. Mér finnst mikilvægt að leiðrétta greinar sem tengjast efnafræði þegar farið er með rangt mál og vil ég gera það á sem faglegasta máta. Ég tek að sjálfsögðu við allri gagnrýni með opnum örmum og fagna uppbyggilegri umræðu. Ég er mennskur og get haft rangt fyrir mér eins og allir aðrir.